Saga Smáragarðs
Upphaf fyrirtækisins sem fasteignafélags má rekja til ársins 2002 þegar fasteignir BYKO voru teknar út úr rekstri BYKO og settar í sér félag, Smáragarð. Norvík keypti Kaupás árið 2003 og voru eignir Kaupáss teknar yfir af Smáragarði.
Undanfarin ár hefur fyrirtækið staðið fyrir viðamikilli uppbyggingu atvinnuhúsnæðis víða um landið.
Byggt var stórt verslunarhús undir starfsemi BYKO og Intersport á Akureyri, stórt verslunarhús var byggt í Kauptúni í Garðabæ, sem áður hýsti verslun BYKO, en var breytt fyrir Toyota sem nú er með alla starfsemi sína þar.
Einnig hefur verið byggt verslunarhús fyrir BYKO, ELKO og Krónuna út á Granda, auk þess sem Smáragarður byggði Bakkann, vöruhótel við Skarfagarða í Reykjarvíkurhöfn sem hýsir lagera fyrir BYKO, ELKO, Kaupás og fleiri fyrirtæki.
Nýtt verslunar- og skrifstofuhús var byggt við Vallarkór í Kópavogi auk verslunar- og iðnaðarhúss að Miðhrauni í Garðabæ
Einnig hafa verði byggðir upp verslunarkjarnar við Dalbraut á Akranesi, Háholt í Mosfellsbæ og Molinn á Reyðarfirði
Árið 2013 seldi Smáragarður um 100.000 m2 af húsnæði sínu og í dag á Smáragarður um 65.000 m2 af atvinnuhúsnæði.
Fagleg þekking
Starfsmenn Smáragarðs hafa mikla reynslu á sviði byggingaframkvæmda og rekstri fasteigna. Auk þess á Smáragarður í nánu samstarfi við margar af stærstu arkitekta- og verkfræðistofum landsins.
Eignarhald
Smáragarður er að fullu í eigu sömu aðila og eiga Norvík, þ. e. Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu.
Stjórn Smáragarðs
Stjórn Smáragarðs er skipuð Guðmundi H. Jónssyni, Jóni Helga Guðmundssyni, Gísla Jóni Magnússyni og Hörpu Vifilsdóttur.